Alla miðvikudaga eru kyrrðarstundir í kirkjunni kl. 12. Stundirnar eru tilvalið tækifæri til þess að eiga stund í önnum og amstri dagsins, hlýða á Guðs orð og eiga samfélag í bæn, beiðni og þakkargjörð. Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Prestar kirkjunnar taka á móti bænarefnum í síma 587 1500.
Viðtalstímar prestanna eru þriðjudaga til föstudaga milli 11 og 12 eða eftir nánara samkomulagi.