Það var sannarlega góður dagur hjá okkur á hausthátíð kirkjunnar. Stundin hófst inni í kirkjunni þar sem kveikt var á kertum og yngri barnakórinn söng fyrir okkur. Séra Malla fjallaði um hversu mikil blessun væri að fá haustrigninguna. Eftir það var við hæfi að halda út í haustið og halda þar hátíðinni áfram.

Í garðinum okkar var búið að setja upp skemmtilegar þrautir og leiki. Og ekki má gleyma rjúkandi pylsunum af grillinu, sem voru býsna bragðgóðar.

Takk fyrir skemmtilega hausthátíð kæru vinir og vinkonur.