Sunnudaginn 5. október verður messa og sunnudagaskóli kl.11.  Prestur er sr. Gísli Jónasson og organisti  Julian E. Isaacs, kór kirkjunnar syngur.   Í messunni mun fyrsti messuhópurinn taka virkan þátt en það starf er nú að hefjast í Breiðholtskirkju.  Að lokinni messu verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu.  Í sunnudagaskólanum verður fjársjóðskistan dregin fram og skoðað hvað leynist í henni að þessu sinni.  Umsjón með barnastarfinu hafa Nína Björg, Karen Ósk, Linda Rós og Jóhann. Börn á öllum aldri eru velkomin í sunnudagaskólann.