Sunnudaginn 28. september verður haustinu fagnað í Breiðholtskirkju með hátíð í og við kirkjuna kl. 11.  Eftir fjölskyldustund í kirkjunni verður boðið upp á leiki og þrautir utan dyra, haustkórónugerð og parísarþrautir, grillaðar pulsur og ýmislegt fleira.  Haustinu fylgir ekki bara rok og rigning heldur svo margt annað sem gott er að gleðjast yfir og taka fagnandi á móti á hausthátíð kirkjunnar.