Tómasarmessur hafa verið haldnar í Breiðholtskirkju síðustu ellefu ár við miklar vinsældir.  Tómasarmessurnar bera nafn þess postula sem átti erfiðast með að trúa upprisu Jesú Krists nema hann fengi sjálfur að þreifa á sárum hans.  Messurnar eru hugsaðar fyrir alla þá sem kunna að vera í sömu sporum og Tómas og vilja skynja í máltíð Drottins eða fyrirbæn nærveru Guðs.  Stór hópur fólks kemur að undirbúningu og þjónustu fyrir hverja messu.  Þorvaldur Halldórsson stjórnar tónlistinni og syngur ásamt sönghóp en tónlistin er fjölbreytt og á léttum nótum.  Tómasarmessurnar eru síðasta sunnudag hvers mánaðar og hefjast í kirkjunni kl. 20