Biblíulestrar í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar hefjast í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudagskvöldið 25. september kl. 20.   Þetta haustið verður fjallað um Guðsríkisboðun Jesú og hvernig sá boðskapur túlkar samband veraldlegs og andlegs valds, Guðs og Mammóns.

Í framhaldi af því verður fjallað um tengsl trúar og stjórnmála og reifaðar verða nokkrar helstu hugmyndir fræðimanna um þau tengsl . Jafnframt verður farið í nokkra kjarnartexta í Nýja testamentinu sem tengjast efni námskeiðsins og fjallað verður um erfiðleika í túlkun þessara texta.  Á námskeiðum dr. Sigurjóns hafa alltaf skapast fjörugar umræður þar sem málefni líðandi stundar eru sett í guðfræðilegt samhengi.

Námskeiðið hefst 25.september kl. 20.00 og verður kennt í tíu skipti, tvo tíma í senn.  Skráning er á netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is