Í gær var fyrsta samvera eldri borgara í Breiðholtskirkju eftir sumarleyfi.  Í tilefni af „Breiðholtsdögum“ sá Kvennfélag Breiðholts um dagskrá fundarins.  Birna G. Bjarnleifsdóttir sagði frá gamla Breiðholtsbænum og sýndi ýmsar myndir og höfðu viðstaddir mikla ánægju af erindi hennar.  Kvennfélagið bauð síðan upp á kaffihlaðborð eins og þeim einum er lagið.  

Eins og sést á myndunum var glatt á hjalla í gær enda margsannað í kirkjunni að maður er manns gaman.