Nú er verið að vinna að undirbúningi messuhópa í kirkjunni. Þetta er starf sem hefur gefið góða raun í nokkrum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu og byggist á því að þátttakendur undirbúa messu sunnudagsins í sameiningu og taki þátt í henni eftir því sem hver og einn kýs. Skuldbindingin er ekki mikil eða þátttaka í tveimur messum fyrir áramót. Ef þú hefur áhuga á gefandi og skemmtilegu kirkjustarfi þar sem þú getur strax haft áhrif á þjónustu kirkjunnar þá er messuhópur góður kostur. Prestar kirkjunnar gefa allar nánari upplýsingar og einnig má senda póst á srgisli@kirkjan.is