Sunnudaginn 7. september verður kynningarmessa kl. 11 fyrir væntanleg fermingarbörn og foreldra þeirra.  Þá verða fermingarbörnin boðin velkomin til þátttöku í fermingarfræðslunni sem bæði fer fram í fræðslustundunum á virkum dögum og með þátttöku í helgihaldi safnaðarins.  Eftir messuna verður stuttur fundur í safnaðarheimilinu þar sem kynnt verður nánar fyrirkomulag fræðslunnar í vetur.

Sunnudagaskólinn er byrjaður og er alla sunnudaga kl. 11.  Það eru þau Nína, Karen, Linda og Jóhann sem sjá um sunnudagaskólann.   Börnin taka þátt í upphafi messunnar en fara síðan niður í safnaðarheimili og halda samveru sinni áfram þar.  Öll börn sem koma í sunnudagaskólann fá fallega bók sem þau safna límmiðum í yfir veturinn.  Það er mikið sungið og föndrað í sunnudagaskólanum og auðvitað kemur Rebbi refur oft í heimsókn.