Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður næstkomandi sunnudag 31. ágúst kl. 11.  Þá fá öll börn afhenta fallega kirkjubók sem heitir Fjársjóðsbókin.   Í bókinni eru sögur af Mýslu og Músapésa sem munu taka mikinn þátt í sunnudagaskólanum í vetur.   En sjón er sögu ríkari og því hvetjum við öll börn til að koma í kirkjuna og kynnast starfinu af eigin raun.

Sunnudagaskólinn er samhliða messunni og eru allir saman í upphafi hennar en síðan fara börnin niður í safnaðarheimili og eiga sína stund þar.  

Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þau Nína Björk Vilhelmsdóttir, Linda Rós Sigþórsdóttir, Karen Ósk Sigþórsdóttir og Jóhann Axel Schram Reid. 

Á sunnudaginn messar sr. Gísli Jónasson og Julian E. Isaacs leikur á orgelið og stjórnar kór kirkjunnar.  Kaffi, djús og kex í safnaðarheimilinu eftir messu og sunnudagaskólann.