Í dag verður síðasta bænaguðsþjónustan á þriðjudögum í Breiðholtskirkju.  Lengi vel voru bænaguðsþjónusturnar á þriðjudögum kl. 18 en færðust síðan fram um hálftíma, en þessar guðsþjónustur hafa verið í Breiðholtskirkju allt frá því kirkjan var vígð árið 1988 eða í tuttugu ár.  Á þeim tíma hefur verið beðið fyrir fjölmörgum í þessum guðsþjónustum og margir sem komið hafa og tekið þátt, þó að fámennt hafi verið í bænaguðsþjónustunum að undan förnu.  Næsta haust verða ákveðnar breytingar á helgihaldi kirkjunnar með tilkomu messuhópanna. 

Kyrrðarstundirnar verða áfram á sínum stað á miðvikudögum kl. 12, þar er einnig fyrirbænaþjónusta.