Á komandi hausti verður stefnt að því að svokallaðir messuhópar undirbúi og taki þátt í sunnudagsmessum safnaðarins.   Þetta hefur verið reynt í nokkrum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og alls staðar gefið góða raun.   Kynningarfundir fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar verða haldnir í safnaðarsal Breiðholtskirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 17:15 og 18:15 og fimmtudaginn 29. maí kl. 17:15 og 18:15.  Um er að ræða hálftíma kynningu og er að sjálfsögðu nóg að mæta á einn af þessum kynningarfundum.  Þar verður hægt að fá allar nánari upplýsingar og einnig verður hægt að skrá sig í messu- og/eða veitingahópa.