Messa 5. febrúar
Næsta sunnudag verður messa klukkan 11:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór Breiðholtskirkju. Síðan verður ensk messa Alþjóðlega safnaðarins klukkan 14:00. Prestar, Ása Laufey Sæmundsdóttir og Toshiki Toma. Organisti, Örn Magnússon. Verið hjartanlega velkomin.
Þorragleði í Breiðholtskirkju, miðvikudaginn 25. janúar
Við fögnum þorranum með því að borða saman þorramat og höfum gaman saman, miðvikudaginn 25. janúar, í Breiðholtskirkju kl. 13:15, að lokinni kyrrðarstund í kirkjunni. Skráning í síma 587-1500, verð 3000 kr. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Bænasamkoma hjá Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju þann 23. mánudaginn kl.19:30.
Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar er haldin árlega frá 18. – 25. janúar. Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu. Þema vikunnar þetta ár er: ,,Gerðu gott, leitaðu réttlætis". 6. dagur bænavikunnar, mánudaginn 23. janúar, verður bænasamkoma haldin hjá Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju. Í henni munu tveir íranskir [...]
Viltu styrkja kirkjuna?
Smelltu hér fyrir neðan til þess að sjá hvernig þú getur styrkt Breiðholtskirkju.
Messa 22. janúar
Næsta sunnudag kl. 11:00 verður messa í Breiðholtskirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr [...]
Helgistund sunnudaginn 15. jan
Næsta sunnudag verður helgistund kl. 11:00 í Breiðholtskirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Verið hjartanlega velkomin.
Foreldramorgnar hefjast á ný fimmtudaginn 12. janúar.
Foreldramorgnar hefjast á ný eftir jólafrí, fimmtudaginn 12. janúar frá kl. 10-12. Heitt á könnunni og léttar kaffiveitingar. Verið hjartanlega velkomin!